Úrvalvísitalan hefur hækkað um 2,4% við hádegi og er 4.161 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur næstum milljarði króna.

Helstu markaðir í Evrópu hafa einnig hækkað verulega. Sérfræðingar telja björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda til handa húsnæðislánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac  ástæðu hækkananna.

Breska hlutabréfavísitalan FTSE100 hefur hækkað um 3,8%, danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 2,7%, norska vísitalan hefur hækkað um 4% og sænska vísitalan OMXS hefur hækkað um 4,2%, samkvæm t upplýsingum frá Euroland.