Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,4% og er 4.310 stig við hádegi. Gengi krónu hefur styrkst um 1,4% og er 158,2 stig.

Veltan á hlutabréfamarkaði nemur 1,4 milljörðum króna.

Spron  [ SPRON ]  leiðir hækkunina í kjölfar yfirtökutilboðs Kaupþings [ KAUP ], líkt og sjá má mynd hér til hliðar.

Helstu hlutabréfavísitölur  í Evrópu eru grænar það sem af er degi. Danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 1,4%, norska vísitalan OBX hefur hækkað um 1,8% og sænska vísitalan OMXS hefur hækkað um 1,5%, samkvæmt upplýsingum Euroland.