Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,8% frá því að opnað var fyrir viðskipti kl. 10 í morgun og stendur nú þegar þetta er skrifað, kl. 12:00 í 368 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,1% í gær og hefur lækkað jafnt og þétt frá opnun í morgun.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga. Aðeins eitt félag, Atlantic Patroleum hefur hækkað í morgun. Það er hins vegar Straumur sem leiðir lækkanir dagsins en félagið hefur lækkað um 3,2%.

Velta með hlutabréf er um 215 milljónir króna en þar af eru rúmar 148 milljónir króna með bréf í Straum.

Þá er velta fyrir tæpar 47 milljónir króna með bréf í Marel og rúmar 12 milljónir króna með bréf í Össur.