Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,8% og er 4.565 stig við hádegi. Gengi krónu hefur veikst um 0,4% og er 153,1 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Velta á hlutabréfamarkaði nemur 1,1 milljarði króna.

Teymi leiðir lækkunina í dag, hefur lækkað um 6,2%. Félagið hefur lækkað um 13% á síðustu sjö dögum og 24% á síðustu fjórum vikum – næst mest allra félaga.

Helstu vísitölur í Evrópu eru rauðar. Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 0,7%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 0,8% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 0,8%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.