Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,5% og er 4.159 stig við hádegi. Gengi krónu hefur styrkst um 1,1% og er 157,5 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan nemur 218 milljónum króna á hlutabréfamarkaði.

Teymi [ TEYMI ] hefur hækkað um 4,7% líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.  Síðastliðinn fimmtudag var tilkynnt um að stjórn félagsins stefni á afskráningu úr Kauphöll Íslands. Hluthöfum er boðið að selja hluti sína á genginu 1,9 þó með bréfum í Alfesca. Gengi Teymis er 1,8 krónur á hlut við hádegi.

Danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 1,2% og sænska vísitalan OMXS hefur hækkað um 2,1%. Norska vísitalan OBX hefur lækkað um 2,8%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.