Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,59% það sem af er degi og er 6.966,28 stig.

Tryggingamiðstöðin hækkar langmest eða um 5,88%, Actvis Group hækkar næst mest, eða um 3,78%. Á síðustu viku hefur félagið hækkað um 8,89% og Landsbankinn hefur hækkað um 2,89%.

Þrjú félög hafa lækkað í dag og standa tvö þeirra í flugrekstri. Avion Group hefur lækkað um 1,42%, FL Group hefur lækkað um 1,09% og Atorka Group hefur lækkað um 1,09%. Síðasta mánuðinn hefur félagið lækkað um 10,14%.