Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,2% frá því að opnað var fyrir viðskipti kl. 10 í morgun og stendur nú þegar þetta er skrifað, kl. 12:05 í 651 stigi samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan stóð í stað við lok markaða á föstudag en þetta er í fyrsta skipti í viku sem markaðir hækka í upphafi dags. Markaðir opnuðu aftur síðastliðinn þriðjudag eftir þriggja daga lokun.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga.

Aðeins tvö félög hafa hækkað það sem af er degi. Atorka hefur hækkað um 30% og Bakkavör um 20%. Viðskipti með bréf í félögunum nema tæpum 570 þúsund í Atorku og rúmum 420 þúsund með bréf í Bakkavör.

Heildarvelta með hlutabréf það sem af er degi er um 14 milljónir en þar af eru 10,8 milljónir með bréf í Marel og tæplega milljón með bréf í Össur.