Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,43% og er 5.426 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur um 23 milljörðum króna.

Flaga Group hefur hækkað um 4,44%, Glitnir hefur hækkað um 1,71%, FL Group hefur hækkað um 1,27%, Alfesca hefur hækkað um 0,71% og Straumur-Burðarás hefur hækkað um 0,71%.

Bakkavör Group hefur lækkað um 1,17%, Atorka Group hefur lækkað um 0,86%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,59%, Dagsbrún hefur lækkað um 0,38%% og Actavis Group hefur lækkað um 0,31%.

Gengi krónu hefur styrkst um 1,11% og gengisvísitalan er 5.426 stig en Seðlabankinn tilkynnti í morgun um 50 punkta stýrivaxtahækkun.