Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,9% og er 6.393 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 7.770 milljónum króna, samanborði við 1.446 milljónir króna á sama tíma í gær.

Heildarvelta með bréf Glitnis nemur rúmum þremur milljörðum króna, heildarvelta með bréf Landsbankans nemur um tveimur milljörðum króna og heildarvelta með bréf Exista nemur um milljarði króna.

365 hefur hækkað um 2,35%, Glitnir hefur hækkað um 2,19%, Kaupþing banki hefur hækkað um 1,32%, FL Group hefur hækkað um 1,26% og Exista hefur hækkað um 0,91%.

Actavis Group hefur lækkað um 0,3% og Teymi hefur lækkað um 0,22%

Gengi krónu hefur styrkst um 0,25% og er 124,9 stig.