Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,71% og er 7.036 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Er þetta í fyrsta skipti sem hún fer yfir 7.000 stig. Síðasta föstudag hækkaði Úrvalsvísitalan um 1,63% í kjölfar uppgjörs Landsbankans, sem var yfir væntningum greiningaraðila.

Veltan nemur 7.825 milljónum króna.

Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,85%, Glitnir hefur hækkað um 1,59%, FL Group hefur hækkað um 1,38%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,33% og Eimskip hefur hækkað um 1,22%.

Actavis Group hefur lækkað um 0,43% og Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,34%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,79% og er 122,3 stig.