Lítið hefur verið að gerast á markaði í dag en úrvalsvísitalan er óbreytt í 8.989 stigum frá lokum markaða í gær. Viðskipti með hlutabréf nema alls 3,4 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Teymi hefur hækkað mest allra félaga í dag eða um 1,63%, Marel hefur hækkað um 0,73, Alfesca um 0,53. Önnur félög sem hafa hækkað eru; Glitnir (0,33%), Kaupþing (0,31%) Century Aluminum (0,28%) Eimskipafélagið hf. (0,25%) Exista (0.25%) og Atorka (21%)

Straumur hefur lækkað meira en önnur félög í dag eða um 1,3%, Færeysku bankarnir Eik og Færeyjabanki hafa einnig lækkað sá fyrrnefndi um 0,84% og sá seinni um 0,41%. Icelandair hefur lækkað um 0,49%.

Krónan hefur  veikst um 0,27% og er 111 stig.