Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,01% og er 6.216 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 3.313 milljónir króna.

Stærstu einstöku viðskiptin nema 1.320 milljónum með bréf Landsbankans og fóru fram á genginu 26,4. Gengi bankans er 26,5 við hádegi. Viðskiptin voru verðmyndandi.

Önnur stærstu viðskiptin námu 400 milljónum króna með bréf Dagsbrúnar og fóru fram á genginu 5. Viðskiptin voru verðmyndandi og gengi Dagsbrúnar er 5 krónur á hlut við hádegi.

Þriðju stærstu viðskiptin nema 300 milljónum króna með bréf Avion Group og fóru fram á genginu 31, viðskiptin voru verðmyndandi.

Avion Group hefur hækkað um 1,64%, Exista hefur hækkað um 0,88%, Össur hefur hækkað um 0,81%, Dagsbrún hefur hækkað um 0,4% og Bakkavör Group hefur hækkað um 0,34%.

FL Group hefur lækkað um 2,61%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 0,58% og Mosaic Fashion hefur lækkað um 0,58%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,63% og er 120,4 stig.