Úrvalsvísitala OMS Kauphallarinnar á Íslandi hefur hækkað um 0,21% það sem af er degi samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Úrvalsvísitalan braut átta  þúsund stiga múrinn í morgun og er nú 8.026. Mikil sveifla hefur verið á hlutabréfamarkaðinum að undanförnu sem nú heldur áfram.

Mest hafa Bakkavör og Exista hækkað eða um 2%.

Krónan hefur nú hækkað lítillega um 0,11% og gengisvísitalan stendur nú 116,2 stigum.