Það sem af er degi hafa hlutabréf hækkað skart í Kauphöllinni eða um 1,9% og stendur úrvalsvísitalan nú í 9.044 stigum. Úrvalsvísitalan hefur nú brotið 9 þúsund stiga múrinn en ekki er langt síðan að hún fór yfir 8 þúsund stig eða þann 15.maí síðastliðinn. Viðskipti dagsins með hlutabréf í Kauphöllinni nema það sem af er degi rúmlega ellefu milljörðum króna.

Í gær hækkaði úrvalsvísitalan um 1,24% en þessar hækkanir í gær og í dag eru að mati sérfræðinga tilkomnar vegna sölu Actavis og væntinga um það mikla fjármagn sem mun losna út í hagkerfið þegar salan verður gerð upp í næstu viku. tæplega 200 milljarðar króna munu þá skipta um hendur og finna sér farveg í öðrum fjárfestingum

Krónan hefur veikst um 0,2% og stendur gengisvísitalan nú í 111,2 stigum.