Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,41% og er 6.221 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Veltur nemur 1.1621 milljónum króna.

?Undanfarna daga hefur ICEX-15 lækkað jafnt og þétt, eða níu af síðustu tíu viðskiptadögum, samtals um 4,7%. Hækkun vísitölunnar frá áramótum nemur nú 12,4% en Greining spáir 20% hækkun frá ársbyrjun til ársloka,? segir greiningardeild Glitnis.

FL Group hefur hækkað um 1,77%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,21%, Kaupþing banki hefur hækkað um 0,61%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um hækkað um 0,60% og Bakkavör hefur hækkað um 0,51%.

Avion Group hefur lækkað um 1,77%, Dagsbrún hefur lækkað um 0,43% og Actavis hefur lækkað um 0,31%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,32% og er 119,8 stig við hádegi.