Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,7% og er 4.160 stig við hádegi en hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa margar hverjar lækkað meira. Gengi krónu hefur veikst um 1,2% og er 158,3 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan nemur 1,4 milljarði króna. Töluvert meira líf er á skuldabréfamarkaði; þar nemur veltan 10,4 milljörðum króna.

Exista leiðir lækkunina, líkt og sjá má á meðfylgjandi töflu.

Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 2,5%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 2,7% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 2,3%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.