Hlutabréf halda áfram að hækka í Kauphöllinni í dag og stendur Úrvalsvísitalan nú í 9.088 stigum sem er hækkun um 0,79% frá lokun markað í gær. Velta með hlutabréf í Kauphöllinni það sem af er degi nemur 5,6 miljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Eimskipafélag Íslands leiðir hækkanir á markaði í dag og hefur hækkað um 2,75%, þá hefur færeyska olíufélagið hækkað Atlantic Petroleum hækkað um 2,64%, Össur um 1,38%. Glitnir, FL Group og Landsbankinn hafa öll hækkað um 0,97% í dag.

Alfesca hefur hinsvegar lækkað mest þeirra sex félaga sem hafa lækkað í dag eða um 2,72%, Teymi hefur lækkað um 1.29%, Tryggingamiðstöðin um 1,26%, Eik banki um 0,42%, Icelandair um 0,32% og 365 um 0,29%.

Krónan hefur lækkað um 0,28% og gengisvísitalan er nú 111 stig.