Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,15% og er 6.329 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 939 milljónum króna.

Landsbankinn hefur hækkað um 1,57%, Flaga Group hefur hækkað um 0,71%, Atorka Group hefur hækkað um 0,64% og Actavis Group hefur hækkað um 0,46%.

FL Group hefur lækkað um 1,77%, Avion Group hefur lækkað um 0,83% og Össur og Dagsbrún hafa bæði lækkaði um 0,41%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,01% og er 119 stig.