Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,2% og er 7.800 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 4,9 milljörðum króna.

Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,73%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,44% - en bankinn birti uppgjör sitt í morgun, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,34%, Teymi hefur hækkað um 1,31% og Actavis Group hefur hækkað um 0,64% en félagið tilkynnti í morgun að það hefur hætt við að yfirtaka Merck.

Össur hefur lækkað um 1,69%, FL Group hefur lækkað um 0,86%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,61%, Flaga Group hefur lækkað um 0,44% og Icelandic Group hefur lækkað um 0,37%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,31% og er 117,1 stig.