Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,22% og er 7.016 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Morguninn byrjaði af krafti við birtingu uppgjöra Glitnis og Kaupþings og fór Úrvalsvísitalan í hæst í 7077 stig.

Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,8%, Bakkavör Group hefur hækkað um 1,21%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,08%, Kaupþing banki hefur hækkað um 0,86% og Teymi hefur hækkað um 0,66%.

Eimskip hefur lækkað um 1,21%, Glitnir hefur lækkað um 1,18%, Össur hefur lækkað um 0,89%, FL Group hefur lækkað um 0,69% og Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,68%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,24% og er 122,2 stig.