Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,24% og er 7.048 stig við hádegi, samkvæmt Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 10.268 milljónir króna.

Tryggingamiðstöðin hefur hækkað um 13,68% í þremur viðskiptum sem nema samtals 5,9 milljónum króna, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,06%, FL Group hefur hækkað um 1,04%, Kaupþing hefur hækkað um 0,53% og Bakkavör Group hefur hækkað um 0,45% en félagið birti í dag uppgjör sem var í takt við væntingar greiningaraðila.

Atlantic Petroleum hefur lækkað um 0,89%, Actavis Group hefur lækkað um 0,42% og Landsbankinn hefur lækkað um 0,33%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,03% og er 121,7 stig.