Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,42% og er 7.782 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur ríflega þremur milljörðum króna.

Mosaic Fashions hefur hækkað um 4,07% í veltu sem nemur 700 þúsund, Atorka Group hefur hækkað um 1,55%, Bakkavör Group hefur hækkað um 0,74% og Actavis Group hefur hækkað um 0,25% en félagið mun birta uppgjör sitt eftir lok markaðar í dag.

Hampiðjan hefur lækkað um 2,78%, FL Group hefur lækkað um 1,7%, Össur hefur lækkað um 1,31%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 1,22% og Marel hefur lækkað um 1,19%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,61% og er 117,5 stig.