Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,42% þar sem af er degi og er 5.458,98 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Kaupþingi banki hefur hækkað um 1,22%, FL Group hefur hækkað um 1,11%, Mosaic Fashions hefur hækkað 0,61% og Össur hefur hækkað um 0,48%.

Atlantic-Petroleum hefur lækkað um 1,13%, Flaga Group hefur lækkað um 0,78%, Straumur-Burðarás lækkað um 0,62%, Avion Group lækkað um 0,58 og Alfesca hefur lækkað um 0,28%.

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,18% og er gengisvísitala hennar 128,37 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.