Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,43% og er 7.203 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 7.830 milljónir króna.

Stærstu viðskipti dagsins nema 4.995 milljónum króna, með bréf Exista á genginu 27. Þau voru verðmyndandi.

Alantic Petroleum hefur hækkað um 1,7%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,29%, Atorka Group hefur hækkað um 0,73%, Exista hefur hækkað um 0,74% en í gær hækkaði félagið um 5,49% og Icelandair Group hefur hækkað um 0,43%.

Flaga Group hefur lækkað um 0,83%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,16% og er 121,1 stig.