Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,5% og er 4.533 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Gengi krónu hefur styrkst um 0,5% og er 161 stig.

Veltan á hlutabréfamarkaði nemur 2,6 milljörðum. Það skýrist að mestu af því að framvirkur samningur með bréf Kaupþings fyrir 1,2 milljarða króna á genginu 1.160 rann út.   Markaðsgengi Kaupþings er 785 þegar þetta er skrifað.

Danska hlutabréfavísitalan OMXC hefur lækkað um 1,2%, norska hlutabréfavísitalan OBX hefur lækkað um 1,4% og sænska hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 0,7%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.