Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,5% og er 5.290 stig við hádegi. Gengi krónu hefur styrkst um 0,4% og er 147,3 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt MEntis.

Helstu vísitölur í Evrópu eru grænar, en til að mynda hefur danska vísitalan OMXC lækkað um 0,3%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Velta á hlutabréfamarkaði nemur milljarði króna, á sama tíma nemur velta á skuldabréfamarkaði 23,4 milljörðum króna.

Spron [ SPRON ] hefur hækkað um 1,8%, Straumur [ STRB ] hefur hækkað um 1,6%, Exista [ EXISTA ] hefur hækkað um 0,8%, og Kaupþing [ KAUP ]  og Össur [ OSSR ]  hafa hækkað um 0,7%.

Teymi [ TEYMI ] hefur lækkað um 6% en félagið birti uppgjör í gærkvöldi. Eik banki [ FO-EIK ], Eimskipafélagið [ HFEIM ]  og FL Group [ FL ] hafa lækkað um 0,9% og Icelandair [ ICEAIR ] hefur lækkað um 0,4%.