Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,5% og er 5.247 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 1,7 milljarði króna.

Helstu vísitölur í Evrópu er einnig græna, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Flaga Group [ FLAGA ] hefur hækkað um 15,1% í veltu sem nemur 2,1 milljón króna en félagið gaf frá sér jákvæða afkomuviðvörun í gær og tilkynnti um hugsanlega afskráningu, Kaupþing [ KAUP ] hefur hækkað um 1,4%, Century Aluminium [ CENX ] hefur hækkað um 1,4% og Glitnir [ GLB ] hefur lækkað um 0,3%.

Teymi [ TEYMI ] hefur lækkað um 5,5%, Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] hefur lækkað um 0,9%, Össur [ OSSR ] hefur lækkað um 0,7%, Bakkavör Group [ BAKK ] hefur lækkað um 0,5% og Föroya banki [ FO-BANK ]  hefur lækkað um 0,4%.