Úrvalsvísitalan hækkar um 0,56% og er 6.034,99 stig. Veltan nemur 251 milljón króna við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Marel hækkar um 1,51%, Straumur-Burðarás hækkar um 1,14%, FL Group hækkar um 0,90%, Kaupþing banki hækkar um 0,84% og Bakkavör Group hækkar um 0,76%.

Þrjú fyrirtæki lækka. Það er Atlantic Petroleum sem lækkar um 0,96%, Össur lækkar um 0,44% og Avion Group lækkar um 0,24%.

Gengi íslensku krónunnar veikist um 0,33% og er 120,32 stig við hádegi.