Úrvalsvísitalan hækkar um 0,84% í dag og er 6.519,17 stig.

Dagsbrún hefur hækkað mest, eða um 1,49%. Milestone bætti við sig 8,38% í félaginu í dag og á nú 16,77% af heildar hlutafé fyrirtækisins.

Miðað við lokagengi föstudagsins má búast við því að verðmæti viðskiptanna nemi um 2,8 milljörðum.

Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hækkað næst mest, eða um 1,05%. Lífeyrissjóður verzlunarmanna bætti við sig 10.000.000 hlutum og á nú 5,04% af heildarhlutafélagsins. Fyrir átti það 4,94%.

Miðað við lokagengi félagsins á föstudaginn má reikna með að verðmæti hlutarins sé um 185 milljónir króna. Að auki birti félagið ársskýrslu sína í dag.

Kaupþingi banki hækkar um 0,75%, Actavis Group hækkar um 0,71 og Landsbankinn hækkar um 0,70%.

Tvö félög hafa lækkað í dag. Icelandic Group heldur áfram að lækka og hefur lækkað um 0,68% það sem af er degi og Atlantic Petroleum lækkar um 0,59%.