Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,33% og er 7.067 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Frá áramótum nemur hækkunin 10,3%.

Veltan nemur 5.831 milljón króna.

Kaupþing hefur hækkað um 1,06%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 0,52%, Mosaic Fashions hefur hækkað um 0,35%, Eimskip hefur hækkað 0,31% og Actavis Group hefur hækkað um 0,29%.

365 hefur lækkað um 0,71%, FL Group hefur lækkað um 0,68%, Tryggingamiðstöðin hefur lækkað um 0,57%, Össur hefur lækkað um 0,45% og Glitnir hefur lækkað um 0,4%.

Gengi krónu er 122,1 stig.