Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,12% og er 7.437 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.  Veltan nemur 33.582 milljónum króna.

HF Eimskipafélagið hefur hækkað um 4,97%, Glitnir banki hefur hækkað um 4,07%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,45%, Exista hefur hækkað um 1,42% og Landsbankinn hefur hækkað um 1,28%.

FL Group hefur lækkað um 2,71%, Össur hefur lækkað um 2,03%, Marel hefur lækkað um 0,66%, Tryggingamiðstöðin hefur lækkað 0,53% og 365 hefur lækkað um 0,52%.