Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,54% og er 7.151 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Frá áramótum nemur hækkunin 11,44%. Veltan nemur um þremur milljörðum króna í dag.

Atlantic Petroleum hefur hækkað um 2,09% í viðskiptum sem nema 58.700 krónum, FL Group hefur hækkað um 1,35%, Glitnir hefur hækkað um 1,17% og Alfesca og Kaupþing hafa hækkað um 0,63%.

Eimskip hefur lækkað um 0,95%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,69%, Atorka Group hefur lækkað um 0,6% og Icelandair Group hefur lækkað um 0,36%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,04% og er 121,7 stig.