Úrvalsvísitalan hækkar um 1,23% og er 5.796,17 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Flaga Group hækkar mest það sem af er degi, eða um 5,50%. Það er þó lítil velta á bakvið viðskiptin, einungis 2,16 milljónir. FL Group hækkar um 3,27%, Bakkavör Group hækkar um 2,42%, Glitnir hækkar um 2,31% og Alfesca hækkar um 2,04%.

Avion Group lækkar um 1,23%, Atorka Group lækkar um 0,85%, Össur lækkar um 0,44% og Grandi lækkar um 0,42%.

Gengisvísitala krónunnar lækkar um 0,38% og er 123 stig.