Úrvalsvísitalan hækkar um 1,42% og er 16.236,74 stig við hádegi.

Kögun hækkar um 6,08% í kjölfar yfirtökutilboðs félags í eigu Dagsbrúnar í hlutafé félagsins, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Gengi bréfa Kögunar hefur hækkað um 22,1% frá áramótum

Bakkavör hækkar um 3,47%, Landsbankinn hækkar um 2,64%, Marel hækkar um 2,32% og Grandi hækkar um 2,28%.

Tvö fyrirtæki hafa lækkað það sem af er degi. Það er FL Group sem lækkar um 2,83% og Alfesca sem lækkar um 0,50%.