Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,5% og er 7.685 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 16,7 milljörðum króna.  Þar af tólf milljarða með bréf Straums en hann seldi eigin bréf fyrir 10,2 milljarða króna.

Icelandair Group hefur hækkað um 2,99%, Kaupþing hefur hækkað um 2,18%, Straumur hefur hækkað um 2,12%, Century Aluminium hefur hækkað um 2,12% og Exista hefur hækkað um 1,88%.

Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,28% og Eik banki hefur lækkað um 0,6%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,15% og er 126,2 stig.