Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,5% og er 5.000 stig við hádegi. Gengi krónu hefur styrkst um 2,6% og er 153,6 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan á hlutabréfamarkaði nemur 6,8 milljörðum króna.

Stærstu viðskipti dagsins eru utanþingsviðskipti með Landsbankann fyrir 3,8 milljarða króna á genginu 29.

Norska vísitalan OBX hefur hækkað um 0,1%. Breska vísitalan FTSE100 stendur í stað. Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 0,4% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 0,6%.

Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] hefur hækkað um 3,4%, Kaupþing [ KAUP ]  hefur hækkað um 3%, Icelandair [ ICEAIR ]hefur hækkað um 1,4%, Bakkavör Group [ BAKK ] hefur hækkað um 1,4% og Exista [ EXISTA ] hefur hækkað um 1,3%.

Icelandic Group [ IG ] hefur lækkað um 10,6% - síðustu sjö daga nemur lækkun þess 34% og frá áramótum nemur lækkunin 64%, Eimskip [ HFEIM ] hefur lækkað um 3,7%, Föroya banki [ FO-BANK ] hefur lækkað 1,7%, Skipti hefur lækkað um 0,8% og Atorka Group [ ATOR ] hefur lækkað um 0,7%.