Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,69% og er 8.174 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 5,7 milljörðum króna.

Kaupþing hefur hækkað um 2,57%, Exista hefur hækkað um 2,47%, Straumur hefur hækkað um 2,26%, Icelandair Group hefur hækkað um 1,73% og Glitnir hefur hækkað um 1,08%.

Alfesca hefur lækkað um 1,68%, Föroya banki hefur lækkað um 0,87%, Flaga Group hefur lækkað um 0,61%, Marel hefur lækkað um 0,54% og FL Group hefur lækkað um 0,2%.

Gengi krónu hefur styrkst um 1,3% og er 122,5 stig.