Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,88% og er 6.651 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 7.221 milljónum króna. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,7% á fyrstu tveimur viðskiptadögum ársins.

?Í dag gaf Citigroup út verðmat á Kaupþingi og telur virði félagsins vera 1.000-1.036 krónur á hlut. Citigroup mælir með kaupum á bréfum í Kaupþingi enda var verðið á bréfunum 841 krónur á hlut þegar verðmatið var gert. [?]

Góð hækkun á hlutabréfum Landsbankans eru vísbending um að fjárfestar telji líkur á að erlendir greiningaraðilar séu jákvæðari í garð íslensku bankanna en áður mætti telja. Verð á bréfum Glitnis hefur hækkað um 1,27% í 23,9 krónur á hlut sem er sögulegt hámark á verði bréfa í bankanum,? segir greiningardeild Glitnis.

Exista hefur hækkað um 3,11%, Kaupþing banki og Landsbankinn hafa hækkað um 2,91%, Teymi hefur hækkað um 2,5% og Actavis hefur hækkað um 2,01%.

Alfesca hefur lækkað um 0,99%, Tryggingamiðstöðin hefur lækkað um 0,81%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,66%, Atorka Group hefur lækkað um 0,59% og 365 hefur lækkað um 0,42%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,11% og er 125,7 stig.