Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,14% og er 8.268 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 8,3 milljörðum króna.

Wall street hækkaði í gær sem hefur jákvæð áhrif á helstu markaði í dag sem og ágætt gengi á Asíumörkuðum. Helstu vísitölur eru grænar, nema í Noregi. Það sem talið er keyra hækkunina áfram er meðal annars jákvæð ummæli frá Citigroup og Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna.

Exista hefur hækkað um 3,49%, Straumur hefur hækkað um 3,45%, FL Group hefur hækkað um 3,06%, Landsbankinn hefur hækkað um 2,57% og Kaupþing hefur hækkað um 1,98%.

Icelandair Group hefur lækkað um 0,76%, Alfesca hefur lækkað um 0,48% og Teymi hefur lækkað um 0,33%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,1% og er 117,5 stig.