Úrvalsvísitalan hækkar um 2,20% og er 5.614,59 stig.

Flaga Group leiðir hækkunina með 25,32% hækkun. Þrátt fyrir það hafa bréfin lækkað um 35,57% frá áramótum, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Actavis hækkar um 4,27%, FL Group hækkar um 3,13, Glitnir hækkar um 3,05% og Bakkavör Group hækkar um 2,48%.

Eitt fyrirtæki lækkar það sem af er degi, það er Atorka Group sem lækkar um 0,86%.