Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,3% og er 5.165 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 4,3 milljörðum króna.

Í gær lækkaði Úrvalsvísitalan um 4,5% og fór á tímabili niður fyrir fimm þúsund stig.

Altantic Petroleum [ FO-ATLA ] hefur hækkað um 10,6%, Eik banki [ FO-BANK ] hefur hækkað um 6,8%, Spron [ SPRON ] hefur hækkað um 5,9%, FL Group [ FL ] hefur hækkað um 4,1% og Bakkavör Group [ BAKK ] hefur lækkað um 3,5%.

Eimskip hefur lækkað um 0,7% og 365 hefur lækkað um 1,6%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,9% og er 127,4 stig.

Hlutabréfavísitölur í Evrópu eru flestar grænar, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Breska vísitalan hefur hækkað um 2,3%, danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 3%, norska vísitalan hefur hækkað um 3,6% og sænska vísitalan hefur hækkað um 3,5%.