Úrvalsvísitala kauphallarinnar hefur hækkað um ríflega 2% það sem af er morgni. Stendur hún nú í rúmlega 7.600 stigum. Það eru bankarnir sem hafa leitt hækkunina ásamt Mosaic Fashions og telja markaðsaðilar að þetta séu viðbrögð við jákvæðum breytingum á lánshæfismati bankanna.

Glitnir hefur hækkað mest bankanna eða um 3,66%, Landsbankinn um 3,13% og kaupþing um 2,76%. Þá hefur Exista hækkað um ríflega 2%. Mest hefur þó Mosaic hækkað eða um tæp 6%.