Hlutabréf í Kauphöllinni hafa lækkað um 0,58% í dag það sem af er degi samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.  Í kjölfarið er Úrvalsvísitalan kominn niður fyrir átta þúsund stig á ný og er nú 7.980 stig.

Fjögur félög hafa hækkað í Kauphöllinni. Flaga hefur hækkað mest eða um 1,79%, Atlantic Petroleum hefur hækað um 0,98%, Actavis um 0,46% og Alfesca um 0,41%.

Landsbankinn hefur hinsvegar lækkað um 1%, Landsbankinn um 0,82% og Teymi um 0,75%.

Krónan hefur styrkst um 0,29% í viðskiptum dagsins og stendur gengisvísitalan nú í 115,2%