Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,73% og er 6.729 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Er þetta fyrsta hádegið á nýju ári sem Úrvalsvísitalan lækkar en hækkun nemur 4,76% það sem af er ári.

Eimskip hefur hækkað um 1,2% en félagið hækkaði um 2,46% í gær í kjölfar þess að Glitnir yfirvogaði félagið í afkomuspá sinni, og Alfesca hefur hækkað um 1,01%.

FL Group hefur lækkað um 1,82%, Mosaic hefur lækkað um 1,65% og nemur fjögra vikna lækkun félagsins 7,72%, 365 hefur lækkað um 1,42%, Landsbankinn hefur lækkað um 1,05% og Kaupþing hefur lækkað um 1%,

Gengi krónu hefur veikst um 1,34% og er 128,9 stig. ?Þrátt fyrir útgáfu krónubréfa fyrir 4,5 milljarða króna að nafnvirði í gær hefur gengi krónu lækkað um nærri 2% frá opnun markaða í gær,? segir greiningardeild Glitnis.