Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,05% og er 5.377 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis.

Alfesca hefur hækkað um 0,25% og Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,18%.

Straumur-Burðarás hefur lækkað um 0,78%, FL Group hefur lækkað um 1,72%, Avion Group og Bakkavör Group hefur lækkað um 1,55% og Glitnir hefur lækkað um 1,15%.

Gengi krónur hefur veikst um 0,84 og gengisvísitalan 133,1 stig. Það er þvert á fræðin segja miðlarar á gjaldeyrismarkaði en Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 75 punkta í morgun.

Greiningaraðilar bjuggust við því að gengi krónu myndi haldast nokkuð stöðugt við stýrivaxtahækkunina en álitu sem svo að ef hækkunin væri 25 punktar myndi gengi krónu veikjast en eins og áður segir nam hækkunin 75 punktum.