Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,55% það sem af er degi og er 5.488,54 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Markaðurinn byrjaði daginn á að hækka í kjölfar birtingu uppgjöra bæði Glitnis og Landsbankans en tók síðan að lækka.

Atlantic Petroleum hefur hækkað um 0,63% og er eina félagið sem heldur sinni hækkun við hádegisbilið.

FL Group hefur lækkað um 3,61%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 3,55%, Kaupþing banki hefur lækkað um 2,63%, Landsbankinn hefur lækkað um 1,36% og Össur hefur lækkað um 0,91%.

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,64% það sem af er degi og gengisvísitala hennar er 130,06 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.