Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,1% og er 5.168 stig við hádegi. Gengi krónu hefur styrkst um 1% og er 149,9 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Velta á hlutabréfamarkaði nemur 1,2 milljörðum króna.

Margar af helstu vísitölum í Evrópu byrjuðu daginn grænar en hafa snúið við þeirri för sinni, og eru orðnar rauðar, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Össur [ OSSR ] hefur hækkað um 3,7%, Föroya banki [ FO-BANK ] hefur hækkað um 2,1%, Landsbankinn[ LAIS ]  hefur hækkað um 1,3% og Straumur [ STRB ] hefur hækkað um 0,5%.

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways [ FO-AIR ] hefur lækkað um 8,7% í níu viðskiptum, Flaga Group [ FLAGA ] hefur lækkað um 4,6%, Spron [ SPRON ] hefur lækkað um 2,7%, FL Group [ FL ] hefur lækkað um 2,4% og Eik banki [ FO-EIK ] hefur lækkað um 1,1%.