Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,22% það sem af er degi og er 5.589,65 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Dagsbrún hefur hækkað um 0,18% og er eina félagið sem hækkað hefur við hádegi.

Tryggingamiðstöðin hefur lækkað um 23,26% það sem af er degi en á bakvið lækkunina eru þrjú viðskipti sem nema samtals 1,3 milljónum króna. Avion Group hefur lækkað um 1,42%, Flaga Group hefur lækkað um 1,01%, Atorka Group hefur lækkað um 0,88% og Straumur-Burðarás hefur lækkað um 0,60%.

Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,49% og er gengisvísitala hennar 126,26 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.