Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,25% og er 6.378 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 521 milljón króna. 365 og Teymi voru skráð í Kauphöllina í morgun.

Þrjú viðskipti hafa verið með bréf 365 og nemur heildarveltan 11,2 milljónum króna. Gengi félagsins er 4,43. Hæstu viðskiptin nema 4,52 og lægstu 4,43. Tvö viðskipti hafa verið með bréf Teymis og nemur heildarveltan 4,5 milljónum króna. Annars vegar á genginu 4,54 og hins vegar á genginu 4,51.

Ekkert félag hefur hækkað það sem af er degi.

Avion Group hefur lækkað um 1,55%, Landsbankinn hefur lækkað um 1,11%, Mosaic Fashion hefur lækkað um 0,59% og Kaupþing banki hefur lækkað um 0,35%.

Gengu krónu hefur veikst um 0,69% og er 124,8 stig við hádegi.