Úrvalsvísitalan lækkar um 0,26% og er 5.737,93 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Fiskmarkaður Íslands hækkar um 6,06% en FMB jók hlut sinn í 86,62 úr 82,64%. Félagið verður fljótlega afskráð úr Kauphöllinni. FMB er í eigu stjórnenda Fiskmarkaðar Íslands.

Avion Group hækkar um 0,74%, Icelandic Group hækkar um 0,56%, Landsbankinn hækkar um 0,42% og Kögun hækkar um 0,40%.

Straumur-Burðarás lækkar um 1,15%, Atorka Group lækkar um 0,86%, Flaga Group lækkar um 0,62%, Mosaic Fashions lækkar um 0,56% og Actavis Group lækkar um 0,50%

Gengi krónunnar veikist um 0,61% og gengisvísitalan er nú 124,05 stig.